*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 21. mars 2015 12:17

Íþróttahreyfingin veltir milljörðum

Íslenskur fótbolti er talinn skila milljarði króna í gjaldeyri samkvæmt nýrri skýrslu Háskóla Íslands.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Íslenskar íþróttir velta um sextán milljörðum króna á ári en við það bætist síðan framlag sjálfboðaliða sem metið er á fjóra milljarða króna. Þetta kemur frá á RÚV og er úr skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann um hagræn áhrif íþrótta.

Fram kemur að 46% landsmanna eru félagar í íþróttafélagi innan ÍSÍ. Talið er að afreksíþróttastarf skila tveimur til þremur milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Mestu skilar íslenskur fótbolta og hestaíþróttir í gjaldeyri, fótboltinn talinn skila milljarði og hestaíþróttir milljarði. 

Stikkorð: Íþróttir fótbolti