Íþróttasamband fatlaðra fékk í gær fjórar milljónir króna að gjöf frá ríkisstjórn Íslands. Gjöfinni er ætluð sem viðurkenning fyrir afrek íslensku þátttakendanna á Ólympíumóti fatlaðra sem er nýlokið í Lundúnum.

Árangur íslensku keppendanna var góður en eins og flestir ættu að vita hlaut Jón Margeir Sverrisson gullverðlaun í 200 metra skriðsundi og setti heimsmet. Þá setti Matthildur Ylfa Þorsteinsóttir Íslandsmet í 200 metra hlaupi, Helgi Sveinsson í spjótkasti og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 og 200 metra skriðsundi.

„Þið eruð svo sannarlega góðar fyrirmyndir og hafið sýnt okkur öllum hve góðum árangri má ná með ástundun, iðni og þolinmæði og síðast en ekki síst samstöðu,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún ávarpaði Ólympíufarana hjá Íþróttasambandi fatlaðra í gær.