Kaupfélagið 4 Madonne frá Modena í Ítalíu hefur nú gefið út sértryggð skuldabréf til sex ára. Það sem er einkennilegt við þessi tilteknu skuldabréf er sú staðreynd að tryggingin sem stendur þeim að baki eru parmesan-hjól, sem Modena er einna helst þekkt fyrir.

Skuldabréfin eru til sex ára í senn og gefa árlega ávöxtun upp á 5%. Féð sem skuldabréfin afla í þágu ostaframleiðendanna mun gera þeim kleift að stækka við sig og efla framleiðslukosti sína svo um munar.

Þegar framleiðir félagið eitthvað um 75 þúsund parmesanhjól á ári hverju, sem skilar fjárhæð upp á rúma 3,3 milljarða króna árlega. Þrátt fyrir þetta eru ítalskir bankar að sögn talsmanna 4 Madonna erfiðir viðureignar þegar það kemur að fjármögnun.

Í kjölfar hrunsins fari þeir sérstaklega varlega með hvert þeir lána fjármagn sitt. Yfir 95% ítalskra fyrirtækja hafa 10 starfsmenn eða færri á launaskrá sinni. Modena er staðsett norðarlega á Ítalíu, en í héraðinu búa um það bil 706 þúsund manns.