Bandarísk stjórnvöld ítrekuðu í gær að þau geta gengið á olíuforða sinn í þeim tilgangi að tryggja hagvöxt í landinu Stefna stjórnvalda er þó sú að ganga aðeins á forðann ef skortur er mikill. Reuters fjallar um málið í dag og kemur fram að mat sumra sérfræðinga sé að stjórn Obama Bandaríkjaforseta vilji reyna að ná fram lækkunum á olíuverði með þessum hætti.

Olían hefur hækkað mikið á undanförnum vikum vegna ástands í Líbíu og ótta um að byltingin dreifist um Mið-Austurlönd. Heimsmarkaðsverð á olíu í morgun, mánudag, er það hæsta í tvö og hálft ár.

Starfslið Obama hefur m.a. bent á þann möguleika að nota olíubirgðir Bandaríkjanna til að bregðast við olíuverðshækkunum.