Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur svarað umboðsmanni Alþingis. Í bréfinu sem birt er á vef Innanríkisráðuneytisins ítrekar hún að fundirnir fjórir hafi ekki snúist um Lekamálið. Hann Birna ítrekar enn fremar að bæði hún og starfsmenn ráðuneytisins hafi gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að greiða fyrir umræddri lögreglurannsókn og að hún hafi hvorki reynt að hafa áhrif á rannsóknina né þá sem henni stjórna.

Hanna Birna segist hafa fundað með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fjórum sinnum frá því að rannsóknin hófst. Fundirnir fóru fram í innanríkisráðuneytinu 18. mars, 3. maí, 16. júlí og 18. júlí sl. Hún segir fyrri fundana tvo hafa verið ákveðna í sameiningu hennar og lögreglustjóra í kjölfar samtala þeirra á milli. Hún segir tilefni fundana hafa verið að upplýsa hana almennt um löggæslu- og öryggismál og stöðu ýmissa verkefna á því sviði. Hún segir að engin gögn hafi verið lögð fram og ekki skrifuð fundargerð, því þar voru ekki til umfjöllunar mál sem til meðferðar voru í ráðuneytinu.

Jafnframt segir Hanna Birna að til fundanna 16. og 18. júlí hafi verið boðað af hálfu ráðuneytisins. En þá hafði lögreglan lokið rannsókn fyrrnefnds máls og sent rannsóknargögn til ríkissaksóknara (nánar tiltekið þ. 20. júní). Hún segir tilefni fundarins 16. júlí hafa verið að ræða við lögreglustjóra sem annan þeirra umsækjenda sem hæst höfðu verið metnir af þeim sem sótt höfðu um starf forstjóra Samgöngustofu. Fundurinn 18. júlí segir hún hafa verið haldinn í framhaldi af því eftir að lögreglustjóri hafði dró umsókn sína til baka. Þá tilkynnti lögreglustjóri henni að hann hygðist taka við starfi hjá Reykjavíkurborg og ræddi um leið hvernig hann vildi standa að starfslokum sínum sem lögreglustjóri.

Fundirnir 16. og 18. júlí vörðuði tiltekið mál til umfjöllunar í ráðuneytinu og því voru þessir fundir skráðir í dagbók ráðherra en þeir voru hins vegar ekki að öðru leyti skráðir í málaskrá ráðuneytisins.

Hanna Birna segir þau símtöl sem hún hafi átt við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu frá þeim tíma sem framangreind rannsókn hófst hafi ekki varðað tiltekin mál sem formlega hafa verið til umfjöllunar í ráðuneytinu. Þá voru slík mál ekki til umræðu á þeim fundum sem ég átti með lögreglustjóra 18. mars og 3. maí, eins og áður hefur komið fram.

Hér má lesa bréfið í heil sinni.