Samkvæmt frétt BBC er iTunes komið fram úr Wal-Mart og orðið stærsti smáseljandi tónlistar í Bandaríkjunum. Í fréttinni kemur fram að samkvæmt rannsókn markaðsrannsóknarfyrirtækisins NPD fór tónlistarsala iTunes á netinu fram úr sölu Wal-Mart, í janúar og febrúar, ef 12 lög eru talin jafngilda einum geisladisk.

Yfir 50 milljón viðskiptavinir hafa notað iTunes til að sækja tónlist frá því byrjað var að bjóða upp á þá þjónustu. Fyrirtækið hefur yfirburðastöðu á niðurhalsmarkaði tónlistar (e. music download market), en má þó búast við vaxandi samkeppni á næstunni. MySpace hóf nýlega að sækja á þennan markað þegar fyrirtækið opnaði nettónlistarþjónustu í félagi við Universal, Sony BMG og Warner. Notendur Myspace geta nú hlustað á tónlist og horft á tónlistarmyndbönd frítt, en borga fyrir það sem þeir hala niður.

ITunes er í eigu Apple, en forritið var kynnt til sögunnar í janúar 2001.