Rekstarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. hefur að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins opnað fyrir viðskipti með fimm verðbréfa- og fjárfestingarsjóði sem áður voru starfræktir af Rekstrarfélagi Spron hf. segir í tilkynningu.

Sjóðirnir sem um ræðir eru Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa, Stýrður hlutabréfasjóður og Íslenskur hlutabréfasjóður. Þessu til viðbótar hefur verið opnað fyrir innlausnir í Alþjóðlega hlutabréfasjóðnum og BRIK hlutabréfasjóðnum.

Allir sjóðirnir eru starfræktir af Rekstrarfélagi verðbréfasjóða ÍV hf. en voru fram til 3. júní í umsjá Rekstrarfélags Spron hf.