Eignarhaldsfélaginu Ívar ehf er gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 12 milljónir króna vegna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið og Ívar gerðu sátt í málinu.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að félagið hafi brotið gegn banni samkeppnislaga við því að samruni komi til framkvæmda áður en eftirlitið hafði heimilað hann.

Um er að ræða samruna Ívars ehf og Lýsis hf.

Ívar er hluti af fyrirtækjasamstæðu sem á meðal annars Ísfélag Vestmannaeyja og stóran eignarhlut í eignarhaldsfélagi Árvakurs.