Ívar Guðjónsson, fyrrum forstöðumaður eigin viðskipta Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. Hvorki Ívar né Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.

Sérstakur saksóknari fór fram á sjö daga gæsluvarðhald yfir Ívari. Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, var úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald, til 25. janúar nk. Báðir hafa áfrýjað til Hæstaréttar.