*

þriðjudagur, 28. september 2021
Fólk 2. september 2021 08:45

Ivar leiðir við­skipta­þróun hjá Reon

Ivar Thorsteinsson hefur tekið við sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Reon.

Ritstjórn
Ivar Thorsteinsson

Ivar Thorsteinsson hefur hafið störf sem forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Reon og tengdum félögum. Áður starfaði Ivar sem sölustjóri hjá Opnum Kerfum og þar áður sem sölu- og markaðsstjóri Kolibri. Ivar er með B.Sc. í viðskiptafræði og stundar meistaranám í Háskóla Íslands í nýsköpun og viðskiptaþróun.

„Þetta er ákaflega spennandi tækifæri og um leið mikil áskorun að taka við þessu hlutverki hjá Reon. Fyrirtækið er á mjög spennandi stað og gríðarleg tækifæri í þróun viðskiptasambanda og uppbyggingu eigin lausna fyrirtækisins. Hjá Reon starfar mjög öflugur hópur fólks og það verður mjög gaman að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu félagsins með þeim,” er haft eftir Ivari í fréttatilkynningu.

Reon er 10 ára gamalt hugbúnaðarfyrirtæki sem starfar á fyrirtækjamarkaði. Reon hefur á undanförnum misserum eignast hluti í hugbúnaðarfyrirtækjunum Hugfimi og KoiKoi ásamt hönnunarfyrirtækinu Jökulá.

Sjá einnig: Hugfimi geti vaxið utan landsteinanna

„Það er mikill sóknarhugur í okkur og Ivar kemur inn með réttar áherslur sem passa mjög vel við okkar hugarfar og viðskiptamódel. Á komandi misserum verður lögð mikil áhersla á að byggja upp samlegðaráhrif milli samstarfsfyrirtækja okkar. Því til viðbótar hyggjum við á frekari þróun á þeim lausnum sem við höfum búið til á undanförnum árum. Ívar mun gegna lykilhlutverki í þessum verkefnum hjá Reon,” segir Elvar Örn Þormar, framkvæmdastjóri Reon.

Stikkorð: Reon Ivar Thorsteinsson