Ívar Kristjánsson er nýr formaður stjórnar Nýherja. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar sagði nýverið af sér úr stjórninni eftir að hann tók sæti á Alþingi fyrir flokkinn.

Ívar Kristjánsson tók sæti í stjórn Nýherja í mars 2016. Hann er framkvæmdastjóri ATMO Select ehf, formaður stjórnar í Angling iQ og formaður stjórnar í 1939 Games ehf. Ívar lauk námi í viðskiptafræði við HÍ og MBA gráða frá HR. Hann er einn af stofnendum CCP hf. og var framkvæmdastjóri CCP þegar EVE-Online kom út árið 2003, en var lengst af fjármálastjóri CCP. Þetta kemur fram á heimsíðu Nýherja .

Stjórnin er því þannig skipuð:

  • Ívar Kristjánsson, formaður
  • Hildur Dungal, varaformaður
  • Emilía Þórðardóttir, stjórnarmaður
  • Guðmundur Jóh. Jónsson, stjórnarmaður
  • Loftur Gísli Bjarnason, stjórnarmaður