Ívilnanir í formi lægri skatta, hraðari afskriftarreglna, beinna peningagjafa, styrkja og annarra aðgerða sem ríki grípa til í því skyni að laða að fjárfestingu tíðkast um allan heim. Þeim er ætlað að fá fyrirtæki til að setjast að í því ríki sem veitir þær eða hrinda úr vör verkefnum sem frjáls markaður hefur ekki talið efnahagslega forsvaranlegt að ráðast í.

Þá tíðkast einnig að ívilnanir séu veittar til að fjárfest sé í byggðalögum sem óhagkvæmt væri að gera eftir almennum reglum, en slíkar ívilnanir eru nokkuð algengar hér á landi. Dæmi um slíkar ívilnanir eru meðal annars fjárfestingarsamningar, styrkir í landbúnaði eða til kvikmyndaframleiðslu.

Réttmætið umdeilt

Réttmæti ívilnana og ríkisstyrkja er mjög umdeilt, ekki síður en ætluð efnahagsleg áhrif af þeim. Erlendar rannsóknir á ívilnunum, sem mæla áhrif þeirra á fjárfestingar og hagvöxt, eru ekki allar á einu máli. Margt virðist þó benda til þess að ríki sem beita ívilnunum ofmeti nokkuð ríflega ætlaðan ávinning af þeim og vanmeti neikvæð áhrif þeirra.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD telja ívilnunum beitt of frjálslega og segja stjórnvöld of gjörn að nýta þær sem plástur á önnur undirliggjandi vandamál, eins og pólitískan óstöð- ugleika eða almennt óhagstætt efnahagsumhverfi.

Ragnheiður Elín Árnadóttir segir ívilnanir sem hafi verið gerðar hér á landi farsælar og að þær séu nauðsynlegar til að viðhalda samkeppnishæfni Íslands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .