J-dagurinn er í dag, en þá er jólabjórnum frá Tuborg dreift á veitingahús í Danmörku. Þetta er gjarnan gert við mikinn fögnuð heimamanna og þúsundir þeirra safnast saman á götum úti og bragða á bjórnum klukkan 20:59.

Í tilefni af því tók danski sendiherrann á Íslandi, Mette Kjuel Nielsen, við fyrsta bjórkassanum hér á landi. Tuborg jólabjórinn hefur verið vinsælasti jólabjórinn í ÁTVR undanfarin ár.

Jólabjórinn, sem gegnur undir nafninu „snejbajer”  í Danmörku hefur átt miklum vinsældum að fagna þar í landi síðasta aldarfjórðunginn og er í dag mest seldi jólabjórinn í heimalandinu, líkt og hér á Íslandi.