Á UTmessunni sem stendur nú yfir í Hörpu er Já með opnar notendaprófanir eða svokallað "live lab". Markmið Já með opnum notendaprófunum er að þróa Já.is vefinn í samvinnu við notendur. Í tilkynningu segir að nýr vefur Já.is muni líta dagsins ljós á næstu vikum.

Á UT messunni kynnir Já einnig forritunarkeppni undir yfirskriftinni AppKapp sem fer fram í vor. Þátttakendum gefst tækifæri til að forrita app sem notar upplýsingar úr API eða öðrum gagnasöfnun Já . Appið getur verið fyrir farsíma, símstöðvar, vefsíður, úr og gleraugu.