Í Forbes 400 listanum, sem birtur var í september 2015, var Dorsey metinn á 2,2 milljarða bandaríkjadala, eða um 286 milljarða íslenskra króna. Í nóvember fór Square á markað og þá hrundi eignarhlutur hans í félaginu um 800 milljónir dala, eða niður í 1,4 milljarða bandaríkjadala, 182 milljarða íslenskra króna.

Nú eru Twitter og Square bæði að lækka á hlutabréfamörkuðum, sem hefur leitt til þess að eignarhlutur Dorsey í félögunum nemur þá rétt rúmlega 944 milljónum bandaríkjadala - eða um 122 milljörðum íslenskra króna.

Ástæða lækkunarinnar er eins og fyrr segir helst sú að gengi bréfa Twitter hefur fallið um heil 57% á síðasta árinu frá því að félagið var skráð á bandarískan hlutabréfamarkað. Þá hefur gengi bréfa Square, félags hvers Dorsey er einnig framkvæmdastjóri, lækkað um heil 35% frá því að það var skráð á markað í nóvember síðastliðinn.

Twitter, eins og flestir vita, er samskiptamiðill sem byggir á því að hægt sé að deila skilaboðum opinberlega og fylgjast með þeim í rauntíma. Square hins vegar er félag sem þjónustar félög og einstaklinga við að framkvæma rafrænar- og snjallsímagreiðslur.