*

föstudagur, 21. janúar 2022
Erlent 29. nóvember 2021 17:30

Jack Dorsey hættir

Jack Dorsey, stofnandi Twitter, mun stíga til hliðar sem forstjóri fyrirtækisins. Hlutabréf Twitter hækkuðu um 11% í kjölfar fregnanna.

Ritstjórn
Jack Dorsey, fráfarandi forstjóri Twitter.
epa

Jack Dorsey, stofnandi Twitter, mun stíga til hliðar sem forstjóri samfélagsmiðilsins. Í yfirlýsingu á vegum Twitter segir að Parag Agrawal, yfirmaður tæknimála, taki við sem forstjóri. Agrawal hefur starfað í áratug fyrir samfélagsmiðilinn.

Hlutabréf í Twitter hækkuðu um 11% í kjölfar fregnanna, en CNBC greindi frá útleið Dorsey fyrr í dag.

Jack Dorsey deildi á Twitter tölvupósti sem hann sendi starfsfólki samfélagsmiðilsins þar sem hann tjáði þeim afsögn sína. Tístið má sjá hér að neðan.

Stikkorð: twitter jack dorsey