*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Erlent 23. september 2014 11:45

Jack Ma orðinn ríkasti maður Kína

Stofnandi Alibaba er orðinn ríkasti maður Kína eftir hlutafjárútboð fyrirtækisins á föstudag.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jack Ma, stofnandi Alibaba, er orðinn ríkasti maður Kína samkvæmt Hurun Report. BBC News greinir frá þessu.

Auðæfi Jack's eru metin á 25 milljarða bandaríkjadollara, en fast á hæla hans kemur stjórnarformaður Wanda sem á um 24,2 milljarða dollara. 

Listinn er birtur í kjölfar hlutafjárútboðs Alibaba síðastliðinn föstudag þegar fyrirtækið skráði sig í sögubækurnar með því að afla 25 milljarða dollara.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma