*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 18. nóvember 2015 11:56

Jack Ma segir viðskipti vera mannréttindi

Óskar eftir heimsstyrjöld gegn fátækt, loftslagsbreytingum og sjúkdómum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jack Ma, stofnandi Alibaba, hvatti leiðtoga innan viðskiptalífsins til að hjálpa fátækari þjóðum og óskaði eftir þriðju heimsstyrjöldinni (e. a third world war) þar sem barist yrði gegn fátækt, loftslagsbreytingum og sjúkdómum. Þetta kom fram í ræðu Ma á Asíu-Kyrrahafs efnahagsfundinum sem haldin er í Manilla, höfuðborga Filipseyja.

Ma sagði einnig hann teldi að réttur til að eiga viðskipta væri mannréttindi: „Viðskipti er frelsi, réttur til viðskipta eru mannréttindi“ (e. Trade is a freedom, trade is a human right). Jack Ma ræddi m.a. loftlagsbreytingar við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna en hann hefur lofað að veita 0,3% af tekjum Alibaba í baráttu gegn loftslagsbreytingum.

Bloomberg greinir frá.

Stikkorð: Alibaba Jack Ma
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is