Jack Ma, stofnandi Alibaba, hvatti leiðtoga innan viðskiptalífsins til að hjálpa fátækari þjóðum og óskaði eftir þriðju heimsstyrjöldinni (e. a third world war) þar sem barist yrði gegn fátækt, loftslagsbreytingum og sjúkdómum. Þetta kom fram í ræðu Ma á Asíu-Kyrrahafs efnahagsfundinum sem haldin er í Manilla, höfuðborga Filipseyja.

Ma sagði einnig hann teldi að réttur til að eiga viðskipta væri mannréttindi: „Viðskipti er frelsi, réttur til viðskipta eru mannréttindi“ (e. Trade is a freedom, trade is a human right). Jack Ma ræddi m.a. loftlagsbreytingar við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna en hann hefur lofað að veita 0,3% af tekjum Alibaba í baráttu gegn loftslagsbreytingum.

Bloomberg greinir frá.