Jacques Chirac var kjörinn forseti Frakklands árið 1995 og sat í embætti fram til ársins 2007. Hann var forsætisráðherra landsins tvívegis, árin 1974 -1976 og aftur 1986 - 1988. Chriac var einnig borgarstjóri Parísarborgar frá 1977-1995. Chirac, sem er 78 ára, er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem er saksóttur.

Chirac er sakaður um að hafa misnotað sjóði Parísarborgar sem borgarstjóri með því að ráða 21 starfsmann til starfa hjá borginni á árunum 1992-1995. Þeir sinntu hins vegar ekki verkefnum fyrir borgina heldur undirbjuggu forsetaframboð Chirac fyrir forsetakosningarnar 1995.

Sátt náðist milli Parísarborgar og Chirac síðastliðið haust þegar Chirac og flokkur hans féllust á að greiða borginni 2,2 milljónir evra, um 350 milljónir króna. Þar af greiddi Chirac persónulega 550 þúsund evrur, 88 milljónir króna. Í samkomulaginu fólst ekki viðurkenning á meintum brotum.

Þar með var málinu ekki lokið því tveir skattgreiðendur í París héldu málinu lifandi með því mótmæla samkomulaginu fyrir dómara í undirrétti í París. Chirac kemur fyrir dómara á þriðjudag. Ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 10 ára fangelsi og 150 þúsund evra sekt.