Jafet S. Ólafsson ræður yfir 1,15% hlut í Nýherja og er 14 stærsti hluthafinn, samkvæmt upplýsingum úr hluthafaskrá. Markaðsvirði hlutarins er um 43 milljónir króna.

4. janúar kemur hann fyrir á lista yfir 20 stærstu hluthafana, þá með 0,72% hlut og hefur síðan verið að bæta við sig.

Hann var áður framkvæmdastjóri VBS fjárfestingarbanka en seldi tæplega fjórðungshlut sinn í lok september á síðasta ári og mun eftir viðskiptin eiga um 2% hlut í fjárfestingarbankanum, samkvæmt upplýsingum úr fréttatilkynningu sem birtist við breytingu á eignarhaldinu.