*

miðvikudagur, 8. júlí 2020
Erlent 12. maí 2018 16:55

Jafna kjarnorkutilraunastöðvar við jörðu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst því yfir að þau hyggist jafna tilraunastöðvar sínar við jörðu dagana 23. til 25. maí.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst því yfir að þau hyggist jafna tilraunastöðvar sínar við jörðu dagana 23. til 25. maí. Tilraunastöðvarnar verða jafnaðar við jörðu við hátíðlega athöfn, þremur vikum áður en Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu og Donald Trump Bandaríkjaforseti funda í Singapúr.

Í frétt á vef BBC kemur fram að talið sé að tilraunastöðvarnar hafi að hluta til hrunið í september. Fjölmiðlafólki frá Suður-Kóreu, Kína, Rússlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi verður boðið að vera viðstatt niðurrifið.