Samfylkingin hvetur nú til fjáröflunarátaks meðal flokksfólks síns.

Hver einasti félagi í flokknum er beðinn um að styrkja Samfylkinguna um 2.890 krónur. Er þetta í annað sinn á þremur árum sem farið er í fjáröflunarátak hjá flokknum.

Í fyrra söfnuðust 5 milljónir króna er um 2.000 flokksfélagar tóku þátt í söfnuninni.

Ástæðan að baki fjáröflunarinnar er sú að ríkisstjórnarflokkarnir söfnuðu tugmilljónum meira frá fyrirtækjum en Samfylkingin og að óbreyttu muni það leiða til þess að þeir muni hafa um­tals­vert for­skot á að koma upp­lýs­ing­um og skila­boðum til kjós­enda í aðdrag­anda næstu alþing­is­kosn­inga.

Formaður og varaformaður flokksins, Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir, sendu öllum félögum bréf þar sem þeir voru beðnir að styrkja Samfylkinguna vegna undirbúnings Alþingiskosninga 2017.

Tekið er skýrt fram að engum beri skylda til að greiða þessa upphæð.