„Það er ánægjulegt að koma úr höfuðvígi karlaveldisins, þungaiðnaðinum, og fá svona viðurkenningu,“ segir Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi en álfyrirtækið hlaut í dag hvatningarverðlaun jafnréttismála. Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag á ráðstefnu um jafnréttismál sem var haldin á vegum UN Women á Íslandi; Festu, samtökum um samfélagslega ábyrgð og Samtaka Atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica.

Rannveig segir að fyrirtækið hafi unnið markvisst að því að stuðla að jafnrétti innan þess en það hefur meðal annars leitt inn jafnlaunasamninga og eru jafnframt þáttakendur í athugun á jafnlaunastuðli. Rannveig bendir ennfremur á það að helmingur framkvæmdastjórnar fyrirtækisins sé skipuð konum en hún telur það mikilvægan lið í auknu jafnrétti kynjanna.

VB Sjónvarp ræddi við Rannveigu.