Hæstiréttur Bandaríkjanna klofnaði í afstöðu sinni til þess hvort að stéttarfélög gæti innheimt gjöld af þeim sem standa utan félaganna. Fjórir dómarar sögðu það óheimilt en fjórir dómarar sögðu að það væri heimilt.

Dóminn skipa venjulega níu dómarar en eftir dauðsfall Antonin Scalia eru þeir einungis átta. Barack Obama hefur tilnefnt nýjan dómara en hann hefur ekki verið samþykktur af þinginu. Líkur eru á því að Scalia hefði skipað sér lið með þeim dómurum sem töldu það óheimilt fyrir stéttarfélögin að innheimta gjald af þeim sem stæðu utan þeirra.

Þar sem jafnt var með dómurum þá stendur núverandi fordæmi frá árinu 1977 en það fordæmi heimilaði stéttarfélögum að innheimta gjald af starfsmönnum, jafnvel þótt þeir stæðu utan stéttarfélaga. Áfrýjunardómstóll hafði áður staðfest fyrra fordæmi.

Krafan var dregin fyrir dóm í kjölfar þess að kennarar í Kaliforníu ríki mótmæltu því að þurfa að greiða í stéttarfélag jafnvel þótt þeir stæðu utan þess. Samkvæmt lögum Kaliforníu ríkir þurfa starfsmenn að greiða gjald til stéttarfélaga í tilteknum starfsgreinum, s.s. starfsmenn í löggæslu og kennslu.

Reuters greinir frá.