Þróun á fyrri helmingi ársins ber þess ótvíræð merki að jafnvægi virðist vera að komast á fjölda ferðamanna, samkvæmt greiningu Íslandsbanka . Meðal annars er bent á að gistinóttum á hótelum hafi fjölgað um 4% , en á öðrum tegundum gististaða hafi þeim fækkað.

„Brottförum erlendra farþega um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 5,5% á tímabilinu frá sama tíma í fyrra og gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1,6%. Er þetta veruleg breyting frá síðustu árum þar sem tveggja stafa prósentutölur hafa jafnan einkennt fjölgunartaktinn í þessum tölum.

Tölur um kortaveltu erlendra ferðamanna segja áþekka sögu. Heildarvelta erlendra ferðamanna hér á landi, ef undan er skilinn liðurinn Ýmis þjónusta þar sem breytingar á þjónustukaupum frá færsluhirðum skekkja tölurnar, hefur að jafnaði aukist með sífellt hægari takti frá ársbyrjun 2017.“

Þá er vísað í fréttir gærdagsins um að ferðamenn eyði töluvert meira í dagvöru , en vöxtur eyðslu í sérvörur, lúxusvarning og veitingaþjónustu hafi verið mun minni.