Framboð á nýju húsnæði á næstu þremur árum verður í takt við áætlaða þörf fyrir nýjar íbúðir á þessu árabili samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins.

Í greiningu SI kemur fram að jafnvel þótt að framboð muni aukast á næstu árum þá hefur uppsafnaðri þörf fyrri ára ekki verið mætt, en sérstaklega er þörf á minna og ódýrara húsnæði.

Á árunum 2011-2014 var uppsöfnuð þörf umfram framleiðslu um það bil 2.500 til 3.000 íbúðir. Á tímabilinu 2015-2018 er útlit fyrir að framleiðsla verði í takt við þörf en framleiðslan þarf að vera um 10.000 íbúðir á þessu tímabili.

Á árinu 2005 bjuggu 10% einstaklinga á aldrinum 24 til 34 ára, eða um 4.200 manns. Árið 2014 var hlutfallið komið í 14% eða um 6.700 manns, þetta er 60% aukning.