Jafnvægisgengi krónunnar er að finna þegar gengisvísitalan liggur einhvers staðar á bilinu 125 til 140 stig samkvæmt skýrslu IMF.

?Matið er byggt á samhengi raungengis og viðskiptajafnaðar sem og þeim hallarekstri sem ætla má að hagkerfið þoli til lengri tíma litið, en það er 0,5% til 1,5% halli sem hlutfall af landsframleiðslu að sögn sjóðsins," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin hefur áður sagt að ef gengisvísitalan er um 120-130 stig ?stuðli að jafnvægi á utanríkisviðskiptum en yfirskot gæti þurft til að þvinga mikinn viðskiptahalla niður á skömmum tíma."