Í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn Jafnréttisstofu um skipan í Þjóðhagsráð og hvort skipan ráðsins samrýmist ákvæðum jafnréttislaga segir að ráðherra hvorki skipi né óski eftir tilnefningum í ráðið.

Fer ekki eftir kyni heldur einstaklingum

Segir í svarinu að heldur en að vera ráð skipað af forsætisráðherra sé um að ræða samstarfsverkefni þar sem sitji forsvarsmenn ráðuneyta, stofnana og samtaka stöðu sinnar vegna.

Því sé ætlað að vera vettvangur umræðu um samspil ólíkra þátta hagstjórnar og ákvörðunar á vinnumarkaði.

Því fari skipting kynja til framtíðar eftir því hvaða einstaklingar koma til með að fara fyrir þeim samtökum, stofnunum og ráðuneytum sem eigi aðild að ráðinu.