Breski bifreiðaframleiðandinn Jaguar Land Rover tilkynnti í gær að félagið hygðist fækka starfsfólki um meira en eitt þúsund á komandi mánuðum. Frá þessu er greint á vef BBC .

Framleiðandinn tapaði 500 milljónum punda, andvirði rúmlega 84 milljarða króna, á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Stefnt er að því að skera niður um fimm milljarða punda fyrir mars 2021 en áður var miðað að fjögurra milljarða punda niðurskurði.

Des Quinn, verkalýðsforingi fyrirtækisins, sagði það vera sárt á sjá á eftir svo tryggu starfsfólki. „Við skorum á ríkisstjórnina að vetia okkur ríkisaðstoð líkt og Frakkland og Þýskaland hafa gert."

Hann sagðist þó vera viss um að fyrirtækið geti staðið af sér storminn.