Bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover (JLR) hefur staðfest að það muni segja upp 4.500 starfsmönnum, en megnið af þeim starfsmönnum munu verða starfsmenn fyrirtækisins í Bretlandi. BBC greinir frá .

Stærsta hlutfall þeirra sem missir vinnuna munu verða starfsmenn á skrifstofum félagsins, en að sögn JLR er það gert til að einfalda skipurit félagsins. Á síðasta ári dróg bílaframleiðandinn einnig úr umsvifum sínum þegar 1.500 manns var sagt upp störfum.

JLR hefur þurft að takast á við fjölda áskoranna sem hafa þyngt róður félagsins, má þar helst nefna fallandi eftirspurn eftir dísel bílum og minnkandi sölu í Kína. Auk þess hefur fyrirtækið kvartað vegna óvissu í rekstrarumhverfi félagsins, sem sé tilkomin vegna Brexit.