Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover hyggst hætta að framleiða sprengihreyfilsbíla innan 15 ára, og færa sig alfarið yfir í rafbíla. Financial Times segir frá .

Jaguar-merkið, sem er þekkt fyrir háværa sportbíla, verður rafbílamerki frá 2025, og árið 2026 mun fyrirtækið hefja að skipta út díselvélum sínum, sem í dag einkenna bíla þess einna mest.

Thierry Bolloré, nýráðinn framkvæmdastjóri samsteypunnar sem áður stýrði keppinautnum Renault, tilkynnti um fyrirætlanirnar síðastliðinn mánudag. Hann gerir ráð fyrir að árið 2030 verði 60% allra seldra bíla fyrirtækisins útblásturslausir.