*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 26. september 2017 15:14

Jakob Helgi ráðinn til SUS

Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur ráðið Jakob Helga Bjarnason, einn eigenda Modulus, sem framkvæmdastjóra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jakob Helgi Bjarnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS). Jakob Helgi er 22 ára Reykvíkingur með ættir að rekja til Dalvíkur. Hann er einn eigenda byggingafyrirtækisins Modulus, sem sérhæfir sig í timburbyggingum, þar sem hann mun starfa áfram samhliða stöðu framkvæmdastjóra SUS.

Jakob Helgi gekk í Verzlunarskóla Íslands en hefur verið í eigin rekstri frá útskrift. Hann var landsliðsmaður á skíðum í mörg ár og tvöfaldur Íslandsmeistari árið 2012. Ráðning Jakobs Helga er meðal annars hugsuð til að styrkja kosningabaráttu SUS fyrir komandi þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar á næsta ári.

„Það eru spennandi verkefni framundan og að mörgu að vinna,“ segir Jakob Helgi. „Ég finn fyrir gríðarlega miklum áhuga á starfi sambandsins eftir fjölmennt SUS-þing á Eskifirði fyrr í haust. Við þurfum að beisla þá krafta og þann áhuga sem við höfum fundið fyrir til þess að vinna að grunngildum Sjálfstæðisflokksins sem eiga fullt erindi við Íslendinga nú sem fyrr.”

Stikkorð: SUS Modulus Jakob Helgi Bjarnason
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is