*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 8. febrúar 2017 14:34

Jakob keypti í Solid Clouds

Jakob Ásmundsson, fyrrum forstjóri Straums fjárfestingarbanka er kominn í stjórn tölvuleikjaframleiðandans Solid Clouds.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, Jakob Ásmundsson hefur keypt hlut í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds sem er til húsa við Eiðistorg.

Settist Jakob í stjórn fyrirtækisins síðasta sumar en þar voru fyrir menn á borð við Sigurð Arnljótsson, fjárfestingarstjóra hjá SA Framtaki GP ehf. og Friðrik Skúlason, stofnanda hugbúnaðarfyrirtækisins Frisk Software.

Solid Cloud vinnur að þróun tölvuleiksins Starborne að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins um málið.