Að mati Jakobs Möllesrs hrl. eru eignir íslenska ríkisins erlendis ekki aðfararhæfar, nema því aðeins að um sé að ræða sambærilega eign og einkaaðili á, t.d. verslun sem rekin er í nafni íslenska ríkisins. Af þessu leiðir að sendiráð njóta t.d. fullkominnar verndar.

Þetta kemur fram í álitsgerð sem hann hefur tekið saman fyrir utanríkisráðuneytið. Þar kemur einnig fram: ,,Sama gildir um allar eignir Seðlabanka Íslands bæði innanlands og utan. Innlendar eignir ríkisins eru ekki aðfararhæfar, nema þá þær eignir sem eru ,,öldungis sambærilegar við samskonar eignir einkaaðila.”

Í álitsgerðinni fjallar Jakob um mörg helstu álitamálin sem uppi hafa verið í almennri umræðu frá því skrifað var undir samkomulagið þann 5. júní.