*

laugardagur, 20. júlí 2019
Fólk 18. maí 2012 13:05

Jakob Valgeir nýr deildarstjóri

Jakob Valgeir Finnbogason hefur verið ráðinn deildarstjóri innkaupadeildar Landspítala.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jakob Valgeir Finnbogason hefur verið ráðinn deildarstjóri innkaupadeildar Landspítala.

Hann lauk B.Sc. gráðu í rekstrartæknifræði frá Odense Teknikum í Danmörku árið 1990. Hann hefur síðustu ár starfað á einu af fjórum sölusviðum Actavis og haft aðsetur í höfuðstöðvum Actavis Group í Sviss.

Jakob Valgeir hefur störf í júlí 2012 en Kristján Valdimarsson gegnir starfinu þangað til.