Plastframleiðslufyrir­ tækið Promens þurfti ekki aðeins að takast á við ýmsa erfiðleika tengda hruninu á árunum eftir 2008, heldur var fyrirtækið einnig ennþá að ganga í gegn­ um ákveðna vaxtarverki tengda sameiningunni við Polimoon árið 2006. Tekist hefur að greiða úr þessum vandamálum öllum núna, að sögn Jakobs Sigurðssonar, sem segist einnig sjá mjög mikla mögu­ leika til vaxtar fyrir fyrirtækið.

Lækningavörudeildin er sérstök að því leyti að hún heyrir ein undir vöruþróunarsvið sem aftur heyr­ir undir forstjóra. Aðrar deildir heyra beint undir forstjóra. „Þetta kemur til af því að deildin er mjög smá og á lítið sameiginlegt með öðrum hvað hóp viðskiptamanna snertir auk þess sem regluverk í lyfja­ og lækningageiranum er umtalsvert frábrugðið þvíp sem við eigum að venjast á öðrum svið­ um. Við sjáum hins vegar umtals­verð vaxtartækifæri á þessu sviði og vildum búa til starfsumhverfi og frumkvöðlaanda þar sem þeim væri veitt næg athygli og orka til þess að vaxa hraðar, hvort held­ ur er með þeim vörulínum sem við höfum í dag, eða með yfirtök­ um. Sem hluti af öðru mun stærra sviði innan samstæðunnar ætti þessi vaxtarsproti erfiðara með að dafna."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.