Palli Limited, félag í eigu Jákups Jacobsen, hefur samþykkt að kaupa bresku og írsku einingar bandarísku húsgagnaverslunarkeðjunnar Pier 1 Imports, segir í fréttatilkynningu.

Kaupverðið er 15 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega milljarði íslenskra króna.

Jákup, oftast kenndur við Rúmfatalagerinn, keypti áður 9,9% hlut í móðurfélaginu, sem skráð er á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum.

Palli Limited er í eigu Lagersins efh., sem keypti verulegan hlut í bandarísku verslunarkeðjunni Linens ?N Things í fyrra. Fjárfestingasjóðruinn Apollo Management gerði kauptilboð til afskráningar Linens ?N Things í fyrra og talið er að gengishagnaður Lagersins af rúmlega 11% hlut sínum hafi verið í kringum einn milljarður króna.

Breska og írska eining Pier 1 rekur 45 verslanir á svæðinu