Danski vindmyllu-framleiðandinn Vestas Wind Systems sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun í morgun.

Félagið gerir ráð fyrir að tekjur á síðasta fjórðungi verði 350 m.EUR meiri en áður hafði verið áætlað. Framlegð eykst úr 8% í 9% fyrir árið 2007, en árið 2006 nam hún 5,2%. Bætta afkomu má þakka nokkrum stórum pöntunum sem gerðar voru á fjórðungnum. Greint var frá þessu á Vegvísi Landsbankans.