Áframhaldandi órói er fyrirséður á fjármálamörkuðum en jákvæð skilaboð frá Evrópu í morgun og Bandaríkjunum í gær er líkleg til að styðja við íslenskan fjármálamarkað í dag, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Það sem af er degi hefur gengi krónunnar veikst um 0,35% og er 126,4 stig og Úrvalsvísitalan hækkað um 1,57% og er 7.691 stig við hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Bandaríkjamarkaðir opnuðu lóðrétt niður í gær og á tímabili hafði Dow Jones lækkað um 3,43% frá opnunargildi. Þegar líða tók á daginn snerust markaðir þó við og hækkuðu talsvert undir lokin á metveltu. Í dagslok hafði S&P hækkað um 0,32%, Nasdaq lækkað um 0,32% eftir að hafa komið hressilega til baka líkt og Dow Jones sem endaði niður um 0,12%,? segir greiningardeildin.

Hún segi að í Evrópu hafi markaðir lækkað í morgun en hafa svo rétt sig töluvert af og hafa verið að sveiflast um núllið það sem af er degi.

?Bankar og fyrirtæki í fjármálageiranum hafa mörg hver hækkað í viðskiptum dagsins en fjármálageirinn í Evrópu hefur líkt og annarsstaðar lækkað mikið í þeim óróa sem ríkt hefur á mörkuðum,? segir greiningardeildin.

Asía hélt hinsvegar áfram að lækka í nótt, segir greiningardeildin, og stefndi í mestu vikulækkun á mörkuðum í álfunni síðan 1990. ?Jenið hélt áfram að styrkjast og hefur ekki styrkst meira á einni viku í níu ár. Áhyggjur af minnkandi hagvexti í heiminum og minni kaupmætti almennings í Bandaríkjunum hefur komið illa niður á framleiðslufyrirtækjum í álfunni og lækkaði t.a.m. Toyota um 7,2% í nótt og Canon Inc. um 8,6%,? segir greiningardeildin.

Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki hverfa frá núverandi vaxtastefnu sinni en nokkur þrýstingur hefur verið á Seðlabanka Bandaríkjanna að lækka vexti til að draga úr áhættu á samdrætti í Bandarísku efnahagslífi.

?Að sama skapi hefur Seðlabanki Evrópu legið undir gagnrýni fyrir að ætla halda áfram að hækka vexti sem er talið geta aukið áhættu á gjaldþrotum fyrirtækja í álfunni því aðgangur að fjármagni hefur minnkað mikið. Bankastjórar beggja Seðlabankanna hafa þó líst því yfir að þeir hyggist ekki hverfa frá núverandi vaxtastefnu og telja ástandið ekki það alvarlegt að þörf sé á vaxtalækkun,? segir greiningardeildin.