Afkoma Verzlunarskóla Íslands ses. (sjálfseignarstofnun) nam 123 milljónum króna á síðasta ári. Þar munaði mest um framlag Ríkissjóðs sem jókst um 62 milljónir milli ára og nam 1,5 milljörðum. Afkoma skólans árið 2018 var 45 milljónir.

Skólagjöld voru um 202 milljónir króna og lækkuðu um 13,5 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld lækkuðu um 43 milljónir frá fyrra ári. Hjá skólanum störfuðu að meðaltali 105 starfsmenn á árinu 2019 en voru 113 árið áður.

Eigið fé nam 989 milljónum króna í árslok. Skuldir voru alls 1,1 milljarður og því var eiginfjárhlutfallið um 47%. Ingi Ólafsson er skólastjóri Verzlunarskóla Íslands.