Hagar hafa hækkað afkomuspá sína um 700 milljónir króna fyrir yfirstandandi rekstrarár. Í tilkynningu til Kauphallarinnar gera Hagar ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) fyrir rekstarárið 2021-2022 verði á bilinu 10-10,5 milljarðar króna, en rekstrarárinu lýkur í lok febrúarmánaðar árið 2022.

Fyrri spá gerði ráð fyrir 9,3-9,8 milljarða króna EBITDA hagnaði. Í tilkynningu frá Högum segir að afkoman byggir á uppgjöri fyrir september og októbermánuð auk áætlunar fyrir nóvembermánuð sem spáir því að rekstrarafkoma samstæðu Haga á þriðja ársfjórðungi verði umfram áætlanir.

Hlutabréfaverð í Högum hefur hækkað um 1,52% í kjölfar tilkynningarinnar.