*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 22. nóvember 2021 12:25

Já­kvæð af­komu­við­vörun hjá Högum

Hagar hafa hækkað afkomuspá sína um 700 milljónir króna.

Jóhann Óskar Jóhannsson
Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Lárus Karl Ingason

Hagar hafa hækkað afkomuspá sína um 700 milljónir króna fyrir yfirstandandi rekstrarár. Í tilkynningu til Kauphallarinnar gera Hagar ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) fyrir rekstarárið 2021-2022 verði á bilinu 10-10,5 milljarðar króna, en rekstrarárinu lýkur í lok febrúarmánaðar árið 2022.

Fyrri spá gerði ráð fyrir 9,3-9,8 milljarða króna EBITDA hagnaði. Í tilkynningu frá Högum segir að afkoman byggir á uppgjöri fyrir september og októbermánuð auk áætlunar fyrir nóvembermánuð sem spáir því að rekstrarafkoma samstæðu Haga á þriðja ársfjórðungi verði umfram áætlanir.

Hlutabréfaverð í Högum hefur hækkað um 1,52% í kjölfar tilkynningarinnar.

Stikkorð: Hagar