Á fyrstu níu mánuðum ársins nam hagnaður Nýherja 137 milljónum og vöru- og þjónustusala hefur aukist frá því í fyrra. Í heild var sala á tölvu- og tæknibúnaði yfir áætlun á þriðja ársfjórðungi, en niðurstaða fjórðungsins var undir væntingum að sögn forstjórans Finns Oddssonar.

„Það virðist vera að þau hafi náð ágætis niðurstöðu í síðasta uppgjöri þar sem þau ná ágætum vexti milli ára, til að mynda í sölu á Lenovo fartölum,“ segir Sigurður Örn Karlsson hjá IFS greiningu. „Jafnframt hefur rekstur TM Software náð ágætum vexti frá fyrra ári,“ segir Sigurður. Tekjuaukning TM Software er einkum til kominn vegna vaxtar í sölu á Tempo hugbúnaði, sem stendur á bak við 44% af veltu félagins, að því er fram kom í uppgjörinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .