Hlutabréf líftæknifyrirtækisins Biogen hækkuðu um 44% í viðskiptum gærdagsins í kjölfar þess að Matvæla og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (e.  Food and Drug Administration) sagði að alzheimer-lyf fyrirtækisins lofaði góðu.

Ef lyf Biogen verður samþykkt væri þetta fyrsta alzheimer-lyfið sem samþykkt væri í Bandaríkjunum í áratugi. Ekki er næg sönnun fyrir því að lyfin virki sem skyldi.

Ein af tveimur klínískum rannsóknum fyrirtækisins mislukkaðist en niðurstöður hinnar eru sagðar mjög sannfærandi. Í Bandaríkjunum er talið að um 5,7 milljónir manna séu hrjáðir vegna sjúkdómsins. Umfjöllun á vef Financial Times.

Hlutabréf Biogen hækkuðu um 109 dollara og er hvert bréf nú virði 356 dollara. Bréfin hafa ekki verið jafn há í um tvö ár. Markaðsvirði félagsins er um 55 milljarðar dollara.