VÍB hélt opinn fund á föstudaginn um væntanlega skráningu Haga í Kauphöll Íslands. Vignir Þór Sverrisson, sem starfar við stýringu eigna hjá VÍB, nefndi hversu jákvætt skref þetta væri fyrir íslenska fjárfesta, vonandi væri um að ræða þá fyrstu af mörgum skráningum á næstu misserum. Þeir Jóhann Viðar Ívarsson og Ari Freyr Hermannsson hjá IFS Greiningu greindu loks frá mati sínu á Högum, með tilliti til skráningarinnar. Þeir vöktu athygli á arðgreiðslustefnu Haga, en til stendur að greiða hluthöfum 45 aura á hlut , með það að markmiði að sú tala hækki á næstu árum. Útboðsgengi Haga verður á verðbilinu 11-13,5 krónur á hlut. Samkvæmt verðmati IFS er verðmatsgengi Haga 13 krónur á hlut auk þess sem áætlað markgengi er 15,5 krónur á næstu 9-12 mánuðum.

Árni Hauksson á fundi VÍB um skráningu Haga í Kauphöll þann 02.12.12.
Árni Hauksson á fundi VÍB um skráningu Haga í Kauphöll þann 02.12.12.
© BIG (VB MYND/BIG)