Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var útflutningur á þjónustu á öðrum ársfjórðungi 2014 122,6 milljarðar króna, en innflutningur á þjónustu 88,4 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd var því jákvæður um 34,2 milljarða króna á tímabilinu, en var jákvæðum um 39,5 milljarða á sama tíma í fyrra.

Samgöngu- og flutningaþjónusta er stærsti þjónustuliðurinn í útflutningi og var afgangur vegna þeirrar þjónustu 33,2 milljarðar króna. Ferðalög voru stærsti liðurinn í innflutningi og nam afgangur vegna þeirra 11,1 milljarði. Halli var mestur af annarri viðskiptaþjónustu og nam 17,1 milljarði króna.