Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var vöru- og þjónustujöfnuður 2016, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, jákvæður um 158,8 milljarða en var jákvæður um 166,6 milljarða á árinu 2015 á gengi hvors árs.

Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 101,5 milljarða króna en þjónustujöfnuður hagstæður um 260,3 milljarða. Heildarútflutningstekjur vegna vöru- og þjónustuviðskipta námu 1.187,3 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam 1.030,4 milljörðum króna.