Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag en að sögn Reuters hafa aðgerðir bandarískra yfirvalda vegna fjárfestingalánasjóðanna Freddie Mac og Fannie Mae jákvæð áhrif á evrópska fjármálamarkaði.

Þannig hækkaði FTSEurofirst 300 vísitalan um 0,8% en hafði þó fyrr í dag hækkað um allt að 1,8%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,7%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 0,9% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,8%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 1% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 0,5%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 0,3%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 1,1% en í Noregi lækkaði OBX vísitalan hins vegar um 2,2%.