Samkvæmt könnun sem The Wall Street Journal gerði meðal hagfræðinga fyrr í þessum mánuði taldi meirihluti þeirra að samdrátturinn í bandaríska hagkerfinu hafi nú runnið sitt skeið á enda. Viðtekin skoðun í þeirra hópi er að hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi yrði 2,4%.

Jafnframt berast fréttir frá hagkerfum í Evrópu og Asíu um að hjólin séu farin að snúast á ný. Þetta þarf þó ekki að þýða að hagkerfi heims séu í þann mund að komast á beinu brautina og framundan sé vor í lofti með blóm í haga.

Hafa verður í huga að þær jákvæðu fréttir sem berast koma í kjölfarið á því að stýrivextir hafa verið lækkaðir niður úr öllu valdi og stjórnvöld víðsvegar um heim hafa gripið til víðtækra efnahagsaðgerða til þess að örva hagvöxt.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í erlendri fréttaskýringu Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .