Verð hlutabréfa hækkaði á mörkuðum víðsvegar um heiminn í dag, þar á meðal Norrænir markaðir sem sneru við blaðinu eftir verulegar verðlækkanir undanfarið, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka.

?Í Noregi steig OBX vísitalan um 5,85% í dag og má að einhverju leyti rekja það til þess að olíuverð fór aftur hækkandi. Sömu sögu var að segja í Danmörku þar sem KFX vísitalan hækkaði um 2,56%, sænska OMX vísitalan um 2,8%, finnska HEX vísitalan um 3,48%, auk þess sem íslenska Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,07%," segir greiningardeildin.